top of page
Search

Kassi lífsins

Updated: Jun 21, 2022

Heil og sæl ljúfa sál.

Aftur og aftur stend ég mig að því að finnast ég hafa svo mikið að gera, svo mikið, að lítill tími sé til að sinna eigin þörfum, lítill tími sé til beinna samskipta við fólk, lítill tími sé til að njóta lífsins.

Ekki misskilja mig fallega sál, ég nýt mín í vinnunni minni, meira að segja svo að stundum upplifi ég mig ekki í vinnu. En hér áður fyrr þá var þetta ekki svona, þá var þessi tímaleysis tilfinning ekki svona mikil, í gamla daga fannst mér ég hafa mun meiri tíma, það hreinlega er eins og dagarnir hafi verið lengri þá.


Klukkutímarnir eru víst alveg jafn margir, en dagsdaglega erum við að sinna fleiri þáttum, við hafa bæst í líf okkar hlutir sem áður voru ekki til staðar. Tölvur og farsímar, 100 sjónvarpsstöðvar og fleira dót sem ég, tæknitröllið, kann ekki að nefna.

Getur það verið að þessi upplifun okkar á tímaskorti hafi eitthvað að gera með nútíma tækni, þessa tækni sem átti að einfalda lífið og spara tíma. Ég sé það allavega hjá mér að tíminn sem fer í tölvuna og símann, er tími sem áður var nýttur í eitthvað annað. Margt er þarna gott og upplýsingaflæðið magnað, þó vissulega séu þarna tímaþjófar og margt sem mætti missa sín. Nýtum þessi tæki skynsamlega, nýtum þessa mögnuðu miðla á uppbyggilegan máta. Berum virðingu fyrir tímanum okkar og nýtum hann vel, verum góð fyrirmynd fyrir börnin okkar og kennum þeim að nota þessa miðla á jákvæðan máta og bera virðingu fyrir sér og öðrum.


Á hinn bóginn ef við aðeins skoðum þetta líf okkar, svona almennt, þá höfum við ansi mörg hlutverk. Við erum börn foreldra okkar, við erum systkini, við erum vinir, við erum skólafélagar, við erum makar, við erum foreldrar, við erum vinnufélagar, við erum í allskonar félagsskap og eigum ýmis áhugamál. Í öllum þessum þáttum lífsins eigum við margvísleg samskipti, við höfum mismunandi hlutverk í hverju sambandi. Við höfum skyldum að gegna gagnvart fjölskyldu, heimili, vinnu og hverju því sem við tökum að okkur í lífinu.


Við gerum allskonar kröfur á okkur sjálf. Við gerum þá kröfu að við stöndum okkur vel í vinnunni, margir taka jafnvel með sér heim, ýmist áþreifanlega eða í huganum, allskonar verkefni sem leysa þarf úr, eiga erfitt með að skilja verkefnin eftir í vinnunni og setja skýr mörk þarna á milli. Í fjölskyldum og á vinnustöðum koma saman margir ólíkir einstaklingar, samskipti þeirra á milli geta verið misjöfn, stundum koma upp álagstímar og árekstrar er geta sett fólk úr jafnvægi, álag og árekstrar sem erfitt getur verið að fást við, þessi snúnu tímabil hafa tilhneigingu til að setja af stað allskonar tilfinningar og ójafnvægi.


Við gerum allskonar kröfur á okkur gagnvart vinum og áhugamálum, við viljum eiga góð samskipti, við viljum gefa okkur tíma til að sinna vinum og áhugamálum, við höfum ákveðin hlutverk í báðum þessum þáttum lífsins.Við gerum allskonar kröfur um lífsgæði, við jafnvel gerum kröfur um að lífið eigi að vera svona en ekki hinsegin, að vinnan eigi að vera í ákveðnum farvegi, að áhugamálin eigi að vera svona en ekki einhvern vegin öðruvísi, að vinirnir eigi að vera svona en ekki hinsegin.


Hvaðan koma þessar kröfur ? eiga þær rétt á sér ?


Eitt af því sem ég hef vellt fyrir mér er það, hvaðan fáum við viðmiðin, hvað er það sem segir að lífið, samskiptin og allt er tengist hlutverkunum okkar, eigi að vera á einn hátt en ekki annann, hver setti þessa staðla ? hvaðan kom þessi strúktúr sem við lifum eftir ?


Engir tveir eru eins, öll erum við einstök, öll höfum við mismunandi þarfir. Samt höfum við einhverja staðla, við setjum sjálf okkur jafnvel í einhverja kassa og reynum allt hvað við getum, að móta okkur sjálf eftir þessum kassa, jafnvel án þess að velta því fyrir okkur hvort kassinn passi okkur. Væri ekki betra, svona fyrir eigin vellíðan að móta kassann eftir hverju og einu okkar ?


Eftir að hafa áratugum saman reynt að móta mig í ákveðinn kassa, kassa sem passaði mér engan veginn og olli því meiri vanlíðan en


hitt, eftir að hafa áratugum saman kyngt tilfinningum mínum, skammast mín fyrir þær og afneitað þeim, þá braut ég kassan minn, steig útí óvissuna, inní óttann minn og uppskar nýtt líf. Ég finn enn ótta, ég er ekkert alltaf í jafnvægi, lífið hendir í mig áskorunum, ég er enn að læra, já og ég held að ég verði alla ævina að læra, þróast og þroskast. Ævintýrið heldur áfram og ég er þakklát fyrir að hafa hent gamla kassanum mínum, ég er samt enn að fletta burt gömlum lögum af úreltum viðhorfum, viðhorfum sem passa mér ekkert í dag, viðhorfum sem ég var jafnvel ekki meðvituð um að lúrðu innra með mér, vætingum sem ég hafði einhvernvegin pikkað upp á lífsleiðinni, væntingum sem mér fannst að ég ætti að hafa. Í dag á ég orku sem áður fór í það að rembast við að passa í þennan kassa, þessa orku nýti ég í að skapa það líf sem mér hugnast, utan kassans.


Það sem eftir stendur er að ákvörðunin er mín, ég má ákveða fyrir mig hvað hentar mér í dag, við megum stýra lífi okkar í þann farveg er okkur hentar, þann farveg sem færir okkur vellíðan. Það er okkur í sjálfsvald sett, hvernig vinnu við kjósum okkur, stundum þurfum við að sækja okkur þekkingu til að starfa við það sem hugurinn stendur til, ekki horfa á það sem óyfirstíganlegan þröskuld fallega sál,


horfðu á það sem verkefni og finndu lausnir.

Það er okkur í sjálfsvald sett hvernig samskiptum við viljum taka þátt í. Stundum þurfum við að stíga til hliðar og það er allt í lagi, þarf ekkert að vera neitt dramatískt við það. Stundum þurfum við að velja uppá nýtt í lífinu, skipta um skoðun og það er bara allt í lagi, við megum það, það er partur af mannlegu ferli, mannlegri þróun. Það getur vissulega tekið í, en það í góðu lagi.


Fallega sál mótaðu þitt líf eftir þér, það þarf ekki að vera neinn kassi, lífið þitt má vera eftir þínu höfði, eins og þér hugnast, þannig að þú getir blómstrað sem sú fallega sál sem þú ert.


Ljúfa sál, megi allir þínir dagar vera g


æða dagar, gæða dagar sem næra þig og gefa þér gleði í hjartað.

Megi þér auðnast að dreifa gleði og kærleika hvar sem þú ke


mur og inní öll þín samskipti.Kærleikskveðja

Sigríður I Helgadóttir

Heilsu og Lithimnufræðingur.


24 views0 comments

Recent Posts

See All

Hún

Í einni svipan var veröldin breytt, hún var of ung, alltof ung, til að takast á við slíkar aðstæður, alltof ung til að upplifa slíka hluti, til að vita hvað væri í rauninni að gerast. Traustið brotnað

Grímurnar

Góðan og blessaðan daginn ljúfa sál. Hvað er þetta með að ávarpa sálina ? ljúfa sál, fallega sál ? Í síðasta pistli skrifaði ég aðeins um hlutverkin okkar, þessi óteljandi hlutverk, sem oft á tíðum ta

Hlutverkin

Heil og sæl fallega sál. Hefurðu stundum staldrað við og velt fyrir þér þessari spurningu, hver er ég ? hver er ÉG innst inni ? eða er ég ein um þess konar vangaveltur ? Það er merkilegt að skoða hver

Comments


bottom of page