top of page
Search

Hlutverkin


Heil og sæl fallega sál.

Hefurðu stundum staldrað við og velt fyrir þér þessari spurningu, hver er ég ? hver er ÉG innst inni ? eða er ég ein um þess konar vangaveltur ?

Það er merkilegt að skoða hversu mörg hlutverk ein manneskja hefur í nútímalífi, hefurðu talið það saman fallega sál ?

Í upphafi erum við:

 1. Barn einhverra

 2. Barnabarn einhverra

 3. Jafnvel systkini

 4. Ættingi

Síðan bætist við, og við erum:

 1. Vinur/vinkona

 2. Leikskólabarn

 3. Leikskólafélagi

 4. Grunnskólabarn

 5. Nemandi

 6. Skólasystkyn

 7. íþróttafélagi

Og enn bætist við, og við erum:

 1. Kærasta/kærasti

 2. Vinnufélagi

 3. Félagi í áhugamálum

 4. Eigum hlutverk í vinahópnum

Við verðum jafnvel:

 1. Makar

 2. Foreldrar

 3. Ömmur og afar

Við höfum skyldum að gegna gagnvart fjölskyldunni, heimilinu, heimilisrekstrinum og svona gæti ég talið lengi áfram, já og svo má segja að innan hvers flokks séu ótal undirflokkar, allskonar litbrigði við hvert hlutverk.

Að staldra við og velta öllum þessum hlutverkum fyrir sér getur bara verið svolítið yfirþyrmandi, þetta virkar svolítið mikið, þegar maður horfir á þetta svona uppsett.

Merkilegt er líka, alla vega þegar maður er kominn á miðjan aldur, að skoða hvernig öll þessi hlutverk eru breitileg, hvernig maður fer frá því að vera t.d. ósjálfbjarga barn einhvers í það að hlutverkin snúist jafnvel við.

Skoða hvernig hlutverk í vinahópum getur breyst með tímanum, hvernig störf og hlutverk þar eru breytileg osfrv.

En hver er litla ég, í öllum þessum hlutverkum ? er ég sátt við öll þessi hlutverk ? vil ég hafa öll þessi hlutverk ? var einhver sem spurði mig hvort ég vildi öll þessi hlutverk ?

Kannski ekki nema von, að ekki er óalgengt, að við týnum sjálfum okkur í öllum þessum hlutverkum og kröfum er fylgja nútíma lífi. Missum sjónar á því hver við erum og hvað við í rauninni viljum, innst inní hjartanu, þessu litla hjarta sem lúrir innra með okkur og þráir innra jafnvægi, þráir innri vellíðan og gleði.

Hversu oft erum við að neita okkur um það sem hjartað þráir, vegna þess að eitthvert hlutverkið kallar á athygli okkar fallega sál.

Í guðs bænum ekki draga þá ályktun að ég ætli einhverjum að yfirgefa sjúka móður eða vin í erfiðleikum til að uppfylla eigin þarfir, nei við erum svo mögnuð, við getum, allavega í langflestum tilfellum, fundið leiðir til að gera bæði.

Ansi oft er það svo að við förum inní þann fasa, að leggja til hliðar það sem hjartað þarf á að halda, afsaka það síðan með því að við höfum þurft að sinna einhverju hlutverkinu okkar, setjum okkur þar með í stöðu fórnarlambs. Í þessum fasa fer hugurinn okkar jafnvel alveg á fullt, ofhugsar hlutina, í stað þess að ganga í verkin og gefa okkur svo andrými til að næra okkur sjálf. Skipulag er lykilorðið hér, skipulag og eftirfylgni.

Ljúfa sál þessi orð skrifa ég vegna þess að ég þekki það að vera á þessum stað, dett í þennan pitt aftur og aftur, er þó stöðugt að vinna í því að taka meðvitaðar ákvarðanir um mín viðbrögð við lífsins áskorunum.

Við erum öll mannleg, því megum við aldrei gleyma. Mistök eru samofin því að vera mannleg, við lærum af þeim mistökum sem við horfumst í augu við. Við gerum mistök í öllum hlutverkunum okkar, á öllum æviskeiðunum okkar.

Stöldrum við og skoðum; Hver er ég, hver vil ég vera, hvenær er ég að gera mitt besta, hvenær er ég að standa mig vel, hvað þarf ég að leiðrétta, hvað er það sem nærir mig, eflir mig, hvað er það sem gefur mér kraft og þor.

Ljúfa sál, HVER ERT ÞÚ ? HVER ERT ÞÚ, þegar þú hefur lagt öll hlutverkin þín til hliðar ?

Kærleikskveðja

Sigríður I Helgadóttir

Heilsu og Lithimnufræðingur. Markþjálfi

23 views0 comments

Recent Posts

See All

Hún

Í einni svipan var veröldin breytt, hún var of ung, alltof ung, til að takast á við slíkar aðstæður, alltof ung til að upplifa slíka hluti, til að vita hvað væri í rauninni að gerast. Traustið brotnað

Grímurnar

Góðan og blessaðan daginn ljúfa sál. Hvað er þetta með að ávarpa sálina ? ljúfa sál, fallega sál ? Í síðasta pistli skrifaði ég aðeins um hlutverkin okkar, þessi óteljandi hlutverk, sem oft á tíðum ta

Kassi lífsins

Heil og sæl ljúfa sál. Aftur og aftur stend ég mig að því að finnast ég hafa svo mikið að gera, svo mikið, að lítill tími sé til að sinna eigin þörfum, lítill tími sé til beinna samskipta við fólk, lí

Commentaires


bottom of page