top of page

Um mig og hið nýja líf

9BDEA70C-5368-4745-8222-2A373F13DEFC.heic

Heil og sæl fallega sál.

Sigríður I Helgadóttir heiti ég og stofnaði Hið Nýja Líf árið 2015.

Vorið 2011 stóð ég á tímamótum í mínu lífi, eftir margvísleg áföll á lífsleiðinni, langvarandi álag í vinnu, í einkalífi og í stórfjölskyldunni, þá voru öll mín batterí tóm, bæði líkamleg og andleg, ég lenti á veggnum fræga.

Í dag horfi ég á það sem mitt lán í lífinu, því ég varð annað hvort að gefast upp, eða finna eigin leiðir til úrbóta, ég fór til náms í Heilsumeistaraskóla Íslands, 3 ára nám í náttúrulegum leiðum til heilsubótar.
Eitt það fyrsta sem mér var bent á þar, var að fá viðtöl í Aflinu hérna á Akureyri, sem ég gerði og var það mér mikið gæfuspor, ásamt því að vera í þessu námi.

Þarna átti sér stað mikið innra ferðalag, er umbyllti allri minni tilveru, að losa um gömul áföll, takast á við eigin tilfinningar, gefa þeim farveg, í staðinn fyrir að reyna að kæfa þær í bakpokanum, er mikið átak en svo mikið þess virði.

Að umbylta lífsstílnum og mataræðinu, næra þennan líkama, gefa honum þannig færi á að skila hverju dagsverki sem bestu, gefa honum þannig færi á vellíðan og þannig gefa mér færi á að njóta lífsins og tilverunnar, er svo mikið þess virði.

Þetta ferðalag allt hefur gefið mér rými, til að vera ég, í stað þess að dvelja í sjálfs skömm og vanmætti, þetta ferðalag hefur fært mig frá því að vera stöðugt að reyna að fela sjálfa mig, þannig spara ég ótrúlega orku, orku sem annars fór í að vera stöðugt á varðbergi, stöðugt í viðbragðsstöðu, sem aftur setur gífurlegt álag á líkamann, skapar óæskilega spennu og ónot.

Út frá þessari reynslu minni og öllu því sem ég hef lært á þessari vegferð, hef ég í störfum mínum lagt áherslu á streitu losun, fyrir mér er streitan upphafið að vanlíðan og vandamálum, hvort heldur streitan á rót sína að rekja til áfalla, tilfinninga eða álags almennt.

Slakandi meðferðirnar hafa verið flaggskip Hið Nýja Líf, fyrir Covid voru einnig í boði slökunarstundir og námskeið, þar sem ég vann útfrá orkustöðvunum, enda tel ég það kerfi gefa svo góða yfirsýn yfir mannlega tilveru, þetta kerfi setur þessa mannlegu tilveru einnig í form sem gott er að vinna eftir.
Nú hefur þessi starfsemi öll lagst niður og óráðið með framhald á því, eftir stendur Markþjálfun en það nám fór ég í árið 2022, svo heilluð varð ég af þeirri vinnu að ég kláraði grunn námið og framhalds námið á þessu eina ári.

Árið 2019 gaf ég út spilastokkinn Hin Geislandi Gyðja, sem byggir á orkustöðvunum, þessari mannlegu tilveru sem við öll erum.
7 orkustöðvar, 7 spil fyrir hverja orkustöð, ein jákvæð og uppbyggjandi staðhæfing á hverju spili, með fylgir bók með nánari lesningu bæði um orkustöðvarnar og einnig er lesning útfrá hverri staðhæfingu.

Í öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur, hef ég notast við Ilmkjarnaolíur frá Young Living, en þeim kynntist ég í náminu í Heilsumeistaraskólanum, það er mín sannfæring, að þær hafi hjálpað mér í gegnum allt þetta ferli og gera enn.
Þessir dásemdar dropar eru því partur af mínu daglega lífi, minni daglegu rútínu, sem hjálpar mér að halda heilsu, halda aftur af streitunni og byggja mig enn frekar upp. Já ég er enn á uppleið, því að lífið er ferðalag, stöðugur lærdómur og sjálfsvinna.

Í mínu lífi er slökun, svolítið andrými til að tæma hugann, lykil atriði til að hlaða batteríin, hjálpa til við að halda innra jafnvægi, jákvæðri og góðri orku, nokkrum hugleiðingum hef ég deilt á Youtube og er það öllum opið.
Í vinnslu er app þar sem hugleiðslurnar fara inn ásamt námskeiðum, það stendur einhversstaðar að góðir hlutir gerist hægt, svo ég ákveð því að líta það jákvæðum augum hversu hægt mér gengur að klára appið, en það kemur.

Ljúfa sál, gefðu þér andrými, dragðu djúpt andann, blástu frá þér streitunni, njóttu þín og tilverunnar allrar.

Sigga Helgad.

 

Fylgja okkur

 

  • Instagram
  • Facebook
  • YouTube

Um okkur

 

Hið Nýja Líf á Akureyri býður uppá einstakt dekur, Heilun, Regndropameðferð, Himneska fótasælu, Höfuð og herðadekur ásamt Höfuð, herðar, hné og tær.

© 2022 by Markis

pngkey.com-visa-png-2128583.png
bottom of page