top of page
orkust1-org.jpg

Ég er dýrmæt sköpun

 

Allt í lífinu er sköpun, þú líka fallega sál. Í hverri sköpun koma saman himinn og jörð, líka í þér ljúfa sál. Hver og ein sköpun er einstök og dýrmæt, þú líka, hver sem þú ert í sjálfri þér, hvernig sem þú lítur út, hvað sem þú gerir eða hefur afrekað í lífinu,

eða ekki afrekað. Ekkert fær því breytt að þú ert dýrmæt sköpun.

Að sama skapi er það þitt fallega sál, að hlúa að þessari sköpun, skapa þína tilveru, þitt líf.

 

Ég er ég og því fær ekkert breytt.

Ég stend með mér í öllum aðstæðum.

Ég skapa mína tilveru.

Ég elska sjálfa mig, ekkert og enginn fær því breytt.

Í mér býr endalaus sköpunarkraftur

Lífið í sjálfu sér er sköpun, í vöggugjöf fengum við getuna til að skapa, aftur og aftur höfum við skapað, líf, hluti, verk, kraft, og svo ótal margt fleira. Hvert augnablik er í sjálfu sér sköpun. Það er í þínum höndum ljúfa sál að ákveða hvernig þú nýtir þinn sköunarkraft, þessa fallegu gjöf alheimsins.

Í andrýminu býr hinn óendanlegi sköpunarkraftur, til að tengjast við þennan magnaða kraft, er nauðsynlegt að staldra við, gefa sér rýmið til sköpunar í tengingu við innsæið. 

Gefðu þér andrými fallega sál.

 

Ég tek ábyrgð á nýtingu sköpunarkraftsins.

Enginn og ekkert fær að stýra sköpunarkrafti mínum, nema ég.

Af innsæi nýti ég sköpunarkraftinn minn.

Ég elska sköpunarkraftinn minn.

orkust2-org.jpg
orkust5-org.jpg

Ég hlusta af kærleika

 

Oft á tíðum erum við svo upptekin af því að tjá okkur, koma eigin sannleika á framfæri, að við gleymum að hlusta, að hlusta af eftirtekt og áhuga, á því er aðrir hafa fram að færa, getur á svo margvíslegan máta kennt okkur ýmislegt, líka þér ljúfa sál, bæði um einstaklinginn sem er að tjá sig, en ekki síður getur hlustun opnað á ný sjónarhorn, opnað á víðsýni og nýjar hugmyndir.

Virk hlustun ber það í sér að veita athygli, nota öll skilningar vitin til að meðtaka hið talaða orð.

Hefurðu veitt því athygli fallega sál, hvernig þú tjáir þig ?

 

Ég legg mig alla fram við að hlusta af athygli.

Með virkri hlustun á ég hægara með að meta hið talaða orð.

Með virkri hlustun skapa ég góð og uppbyggjandi samskipti.

Ég elska að veita athygli og hlusta af eftirtekt.

Ég tek ábyrgð á eigin hugsunum

Öll þekkjum við hversu mikið ólíkinda tól hugurinn getur verið. Stundum sest á öxlina okkar lítill púki, það vill jafnvel bregða við að þessi púki rífist við engilinn, sem sytur á hinni öxlinni. Þessi ólíku öfl sem í raun búa innra með okkur, já þér líka ljúfa sál, heyja gjarnan harða baráttu. 

Það er þó á ábyrgð hvers og eins að taka meðvitaða ákvörðun um það, hvaða rödd er hlustað á, hvaða hugsunum er veitt athygli. Hvaða hugsanir tökum við til okkar og látum leiða okkur áfram. Enginn og ekkert getur tekið þá ábyrgð frá okkur. Sama hvernig umhverfið er, sama hvað er í gangi í hinu ytra umhverfi, þá er það okkar frum ábyrgð að skoða eigin huga. 

 

Ég er staðföst í að veita jákvæðum hugsunum athygli.

Ég vernda engilinn á öxlinni.

Ég skapa mína tilveru útfrá jákvæðni.

Ég elska jákvæða hugann minn

orkust6-org.jpg
orkust4-org.jpg

Ég næri minn innsta kjarna

 

Hvert og eitt berum við ábyrgð á því að næra sálina okkar, ekki síður en líkamann. Sálin þarf á því að halda, af og til að eiga svolítið andrými, líka þú ljúfa sál.

Í nútíma lífi er ekki óalgengt að athyglin sé á því að vera stöðugt að gera eitthvað, passa að láta sér ekki leiðast. 

Fallega sál, skapaðu þér rými, rými til að gera ekki neitt, rými til að vera og hlusta á sálina þína, hlusta á hjartað þitt. Eða skapaðu þér rými til þess að gera það sem fær hjartað þitt til að syngja af gleði, nákvæmlega þar endurnærist þinn innsti kjarni.

 

Af staðfestu næri ég minn innsta kjarna.

Ég stend með mér og mínu rými.

Ég skapa næringu fyrir minn innsta kjarna.

Sama hvernig veröldin velkist, þá næri ég minn innsta kjarna.

 Markis 2022

Tölvupóstur

Hið nýja líf 
Akureyri

  • Facebook

Facebook

bottom of page