top of page

Spilastokkurinn Hin Geislandi Gyðja, byggir á orkustöðvunum, þessum orkustöðvum er sameina hina líkamlegu tilveru og þá andlegu, og geta svo hæglega stutt hið innra jafnvægi.

Þessi fallegi pakki samanstendur af 49 spilum í 7 flokkum, einn flokkur fyrir hverja orkustöð, 7 spil fyrir hvern flokk.
Hvert spil ber svo með sér eina staðhæfingu.

Með spilastokknum fylgir lítil bók, kaflaskipt í 7 kafla, í upphafi hvers kafla er smá lesning um orkustöðina, þá er lesning fyrir hvert spil, svolítil hugleiðing útfrá staðhæfingunni sem spilið ber með sér.

 

Við vinnslu spilanna fékk ég til liðs við mig fallega listakonu, Margréti Lindquist, sem skapaði fyrir mig, þessar dásamlega fallegu Gyðjur er príða spilin.

Markmið mitt með þessum spilum og þeim textum er fylgja, er fyrst og fremst að vekja til umhugsunar, opna á tenginguna inn á við, þessa tengingu sem oft vill gleymast í annríki hins daglega lífs.

Spilastokkur

7.000kr Regular Price
5.000krSale Price
    bottom of page