top of page
Olíur
Í öllum meðferðum Hið Nýja Líf er notast við hreinar Ilmkjarnaolíur frá Young Living. Mikið til eftir ákveðinni forskrift en alltaf með hliðsjón af þörfum hvers og eins.
Hérna eru smá upplýsingar um olíurnar, sem gætu komið við sögu í þínu dekri.
Ylang Ylang
Ljúfur og sætur blómailmur, eimaður úr fagur gulum blómum Chananga trésins, sem er hitabeltistré ættað úr Indónesíu.
Þessi framandi og upplyftandi olía er gjarnan notuð í lúxus húð og hárvörur.
Settu nokkra dropa í dagkremið þitt fyrir mýkt og góðan ilm, bættu henni í heimatilbúna maskann þinn eða settu hana í hárvöruna þína fyrir endurnærða hárið þitt.
Fylltu heimilið af mildum og fallegum ilm með því að setja 3-5 dropa af Ylang Ylang í Ilmolíu lampann þinn.
Wintergreen
Þessi skarpi og hressandi ilmur er fullkominn í þína daglegu umhirðu. Þessi dásemdar olía er eymuð úr dökkgrænu laufi smávaxins runna. Sætur, mintu ilmurinn er einstaklega góður til innöndunar, jafnvel beint úr glasinu, sérstaklega yfir vetrartímann.
Endurstilltu skynfærin þín með þessari örvandi og orkugefandi olíu.
Gefðu sálinni svolítið búst með því að blanda henni í grunnolíu, nudda á viðkvæm svæði. Finndu uppliftandi ferskleikann frá toppi til táar, með því að bæta Wintergreen saman við sturtusápu eða sjampó.
Kælandi og hreinsandi, flott fyrir hár sem hefur náttúrulegan gljáa og heilbrigt útlit.
- sætur, mintu keimur
- örvandi og orkugefandi
- flott í sjampó fyrir glansandi og mjúkt hár
- góð í Ilmkjarnaolíu lampann.
White Angelica
Hér er á ferðinni slakandi lúxus ilmur, blandaður af einstakri natni og þekkingu, hér koma saman olíurnar: Rose, Geranium og Hawaiian Sandalwood.
Vektu upp tilfinningu fyrir næmni og dulúð með þessari dásemdar blöndu, finndu innblástur í þessari einstöku, sætu og krydduðu blöndu.
Gefðu sjálfsörygginu búst og stuðlaðu að innri kyrrð með fínum tóni Rósarinnar, sem sögð er opna hjartastöðina, stuðla þannig að óskilyrtum kærleika.
Settu dropa á úlnliðina, finndu hvernig ilmurinn breytist og samlagast þér fullkomlega.
Settu þessa dásemd í líkams kremið þitt, fyrir mjúka húð með ljúfum angan.
Hafðu White Angelica í töskunni þinni, gríftu í hana þegar mikið er um að vera í tilverunni, andaðu að þér ilminum, leifðu þér að skynja kyrrð og öryggi.
- róandi og endurnærandi
- eykur ró og sjálfstraust
- styður við mjúka og slétta húð
- flott olía í innöndun úr lófa og í hugleiðslur.
Valor
Njóttu þessarar fallegu blöndu sem sett er saman í einstöku jafnvægi af: Balck Spruce, Blue Tansy, Rosewood, Geranium, og Frankincense, hæfileg blanda af sætum og krydduðum keimum.
Einstök olía til að starta góðum degi, settu dropa á úlnliðina þína, fyrir aukið hugrekki og sjálfstraust. Þér gæti líkað vel að setja nokkra dropa í grunnolíu fyrir jarðtengjandi og styðjandi nudd.
Njóttu innri kyrrðar og jákvæðni með þessum einstaklega róandi og jarðtengjandi ilmi. Valor olían er sérlega hentug í sturtusápur og líkamskrem.
- upplyftandi og orkugefandi
- ýtir undir hugrekki og sjálfstraust
- flott í upplyftandi nudd og í hugleiðslur.
Thyme Timian
Heitur, kryddaður, jurtailmur sem er bæði kröftugur og aðeins ágengur. Timian hefur verið þekkt lækningarjurt frá örófi alda. Prufaðu að blanda henni í góða grunnolíu fyrir hitandi nudd, andaðu að þér kröftugum ilminum og leifðu honum að gæla við lyktarskynið þitt, hressa þig við og fríska þig upp.
Thyme olíuna er einnig hægt að fá sem bragðefni, þá kemur hún með hvítum miða í 5 ml. glasi.
Stress Away Burt með hvers dags áhyggjur. Hægðu á með Stress Away olíunni góðu, þessari dásemdar olíu blöndu sem sett er saman af sérfræðingum Young Living til að styðja þig í amstri hins daglega lífs. Hér koma saman: Lime, Vanilla, Copaiba, Cedarwoo, Ocotea og Lavender, fyrir einstaka ró og innri kyrrð. Einstaklega falleg blanda fyrir núið þitt og innri frið, fyrir fleiri meðvituð augnablik. - styður frið og jákvæðni - flott í líkams krem, sturtusápu eða í grunnolíu - flott í innöndun úr lófa eða 3-5 dropa í ilmolíu lampann - leifðu áhyggjunum að leka af þér og njóta augnabliksins
Thyme olíuna er einnig hægt að fá sem bragðefni, þá kemur hún með hvítum miða í 5 ml. glasi.
Stress Away Burt með hvers dags áhyggjur. Hægðu á með Stress Away olíunni góðu, þessari dásemdar olíu blöndu sem sett er saman af sérfræðingum Young Living til að styðja þig í amstri hins daglega lífs. Hér koma saman: Lime, Vanilla, Copaiba, Cedarwoo, Ocotea og Lavender, fyrir einstaka ró og innri kyrrð. Einstaklega falleg blanda fyrir núið þitt og innri frið, fyrir fleiri meðvituð augnablik. - styður frið og jákvæðni - flott í líkams krem, sturtusápu eða í grunnolíu - flott í innöndun úr lófa eða 3-5 dropa í ilmolíu lampann - leifðu áhyggjunum að leka af þér og njóta augnabliksins
Stress Away
Mildur og ferskur ilmurinn ber í sér, tilhneigingu til að kalla fram tilfinningu innri kyrrðar og vellíðunar.
- Flott eftir annasaman dag
- Einstök á herðasvæði
- Flott á Sólarplexun orkustöðina
- Góð fyrir svefninn
- Flott eftir annasaman dag
- Einstök á herðasvæði
- Flott á Sólarplexun orkustöðina
- Góð fyrir svefninn
Sara
Þessi blanda fangar á einstaklega fallegan hátt, ljóma dásamlegs blóma ilms. Pökkuð með dýrmætu Rósarolíunni, sætu Jamín olíunni og fersku Ylang Ylang olíunni. Njóttu litlu hlutanna í lífinu, settu ögn á hálsinn þinn, fyrir fallegan ilm inní ljúfan dag. Settu nokkra dropa í líkamsolíuna þína, fyrir dásemdar róandi dekur.
Kveiktu gleði og ánægju með uppliftandi olíu blöndunni Sara.
Sacred Mountain
Færðu náttúruna inn til þín með þessari fallegu blöndu af: Cedarwood, Balck spruce, Idaho balsam fir og Ylang ylang, fyrir jarðtengjand og valdeflandi upplifun. Staldraðu við, andaðu djúpt og slakaðu á. Settu dropa á úlnliðina, fyrir endurnærandi og uppliftandi ilm inní daginn þinn.
Settu dropa í grunnolíu og berðu á gagnaugun þín fyrir aukinn innri styrk og ró á annasömum degi.
Rosemary
Hér er á ferðinni sætur og ferskur kryddilmur, orkugefandi olía sem er vel til þess fallin að hressa við hugann, þegar þreyta sækir að. Þá hefur þessi magnaða olía verið vinsæl í ýmiskonar húð og hár vörur. Rosemary olían er heit olía, því ber að blanda henni í grunnolíu, áður en hún er notuð á húð.
- fæst einnig sem bragðefni, kemur þá í 5 ml. Glasi með hvítum miða.
Purification
Frábær blanda til að hreinsa loftið og losa um ólykt
- Ferskur ilmurinn bætir loftið í hvaða rými sem er
- Inniheldur TeaTree sem löngum hefur verið nýtt til að fæla skordýr
- Flott á bera leggi í sumartíð og á unga hausa að hausti
- Ferskur ilmurinn bætir loftið í hvaða rými sem er
- Inniheldur TeaTree sem löngum hefur verið nýtt til að fæla skordýr
- Flott á bera leggi í sumartíð og á unga hausa að hausti
Release
Falleg blanda af Blue Tansy, Ylang Ylang og Tangerine, lífleg og hressandi blanda í góðu jafnvægi af blóma og krydd tónum. Þessi djúpi og örvandi ilmur, er fullkominn á hálsinn sem ilmur fyrir allan daginn.
Slepptu fortíðinni og umvefðu núið þitt, í aukinni gleði, núvitund og jákvæðni.
Progessence Phyto Plus
Með því að fanga hreina Frankincense, Bergamot, Copaiba, Cedarwood og Piparmyntu, er þessi jurtaríki ilmur fullkominn í fegurðar rútínuna þína. Hentar jafnt kvölds og morgna, gott að blanda í V-6 grunnolíu, bera á andlitið, kalla þannig fram þinn náttúrulega gljáa og fegurð húðarinnar. Hentar einnig vel í líkams kremið fyrir mjúka og endurnærða húð.
Present time
Liftu upp hverskonar andlegri iðkun með þessari mögnuðu blöndu af: möndlu olíu, Ylang Ylang, Neroli, Black spruce, með sætum og krydduðum keim.
Settu dropa á úlnliðina þína, fyrir djúpa og góða hugleiðslu, blandaðu Present time í V-6 grunn olíu og berðu á bringuna þína, fyrir góða tengingu við þinn innsta kjarna og sem hvatningu til gleði, friðar og velmegunar tilfinningu.
Peppermint
Þessi ríkulegi og orkugefandi mintuilmur er eimaður úr laufi og blómum mintu plöntunnar. Þessi uppliftandi olía inniheldur menthol, sem færir kælandi og örvandi tilfinningu fyrir húðina.
Hresstu við, líkama, huga og sál með þessari endurnærandi olíu, sem hefur löngum verið svo vinsæl í hverskonar bað, sturut og húð vörur. Settu örfáa dropa í sturtusápuna þína, fyrir hressandi morgun stund. Settu ögn á úlnliðina þína í átökum dagsins eða í ræktinni, fyrir auka hvatningu. Andaðu að þér hressandi ilminum og finndu hvernig hún hreinsar og endurnærir.
- styður jákvæðni og góðan fólkus
- orkugefandi og hvetjandi - andaðu að þér í átökum fyrir gott orkubúst.
- flott olía í ilmolíu lampann.
Peace & Calming
Innblásin af náttúrunni sjálfri er þessi sannfærandi blanda unnin af fagmennsku úr: Ylang Ylang, Blue Tansy, Patchouli, Orangi og Tangerine. Þessi sæta, hressa og ferska blanda hentar einstaklega vel þegar þú þarft að lyfta þér upp, halda innri ró og góðum fókus. Þú einfaldlega andar að þér ferskum ilminum, beint úr glasinu eða úr lófanum þínum. Þú gætir einnig sett hana í ilmolíu lampann, eða sett örfáa dropa í kremið þitt.
Njóttu ilmandi blóma tónanna þegar þú berð Peace & Calming á hálsinn þinn.
- sætur og hressandi ilmur
- hvetur til innri friðar, skýrleika og kyrrðar
- styður mjúka húð
Patchouli
Eimuð úr kjarrvöxnum runna, sem er upprunnin í suðaustur Asíu, þessi planta er hluti af mintu fjölskyldunni, hefur gjarnan verið notuð í sápur, ilmvötn og reykelsi.
Róaðu skynfærin þín með því að setja ögn á úlnliðina þína, í yoga eða fyrir hugleiðslu. Bættu örfáum dropum.útí andlits tonerinn þinn fyrir mjúka og vel nærða húð.
Þessi olía fer vel með Ginger, Clary Sage eða Myrrh í lampann góða.
PanAway
Falleg blanda sem sett er saman með það að markmiði, að styðja vellíðan stoðkerfis.
- Flott fyrir átök
- Flott eftir álag og átök
- Eflir velliðan í vöðvum og liðum
- Ein vinsælasta olían
- Flott fyrir átök
- Flott eftir álag og átök
- Eflir velliðan í vöðvum og liðum
- Ein vinsælasta olían
Oregano
Dásamlega kröftugur og kryddaður jurta ilmur. Oregano tilheyrir mintu fjölskyldunni, hún er eimuð úr laufum og blómsturtoppum plöntunnar. Oregano er stundum notuð í ilmvötn til að gefa góðan undirtón. Sefandi og örvandi á sama tíma, þessi olía var notuð af Rómverjum og Grikkjum í brúðkaups athafnir, þar sem brúðhjónin voru krýnd í Oregano sem táknaði velmegun og langlífi.
Heit olía og því betra að blanda hana í V-6 grunnolíu, góð fyrir húðina, á þreytta vöðva og til hressingar. Fer vel með Lemon, Patchouli eða Sandalwood í lampann.
- Kryddaður jurtakeimur
- Örvandi og róandi
- Góð viðbót í sjampó.
Northern Light Black Spruce
Þessi fallega olía kemur frá Northern Light búgarið Young Living í Biritish Columbia í Canada.
Efldu einbeitingu og fókus með því að setja ögn, af þessum hlýja og umvefjandi ilmi á úlnliðina þína, t.d fyrir hugleiðslu. Afhjúpaðu þinn innri ljóma með því að setja dropa í andlits serumið þitt, þannig styðurðu við þína heilbrigðu húð. Þér gæti einnig líkað vel að anda ilminum að þér, beint úr glasinu, fyrir hugljúfar og slakandi stundir.
Falleg olía í ilmolíu lampann og hentar sérlega vel með Marjoram, Nutmeg eða Pine.
Mister
Þessi magnaða blanda er sérstaklega sett saman fyrir herra. Ilmurinn ber í sér þroskaðan reykjar tón. Hérna koma saman Sage, Fennel, Myrtle, Yarrow, Peppermint og Lavender, falleg blanda af kryddi blómum, er saman skapa kraftmikinn og hressandi ilm, er geislar af munúð og dulúð.
Settu ögn á úlnliðina eða bak við eyrun, fyrir töfrandi og yfirvegaðan ilm.
Slakaðu á með því að setja 3-5 dropa í ilmolíu lampann eða í spreyflösku sem fyllt er upp með vatni, hentugt til að spreyja í kodda eða útí loftið, fyrir notalega stund.
Melissa
Þekkt sem sítrónu smyrsl, kemur frá St. Maries Lavender búgarði Young Living í Idaho. Eimuð úr allri plöntunni, Þessi magnaða olía hefur ferskan ilm, með vott af gras og lemon er styður jákvætt og ánægjulegt andrúmsloft.
Settu ögn á úlnliðina þína fyrir hugleiðslu, efldu þannig innri kyrð og einbeitingu. Hentar vel að setja örfáa dropa útí líkams kremið, fyrir hreina húð í góðu jafnvægi.
Hentar vel með Tea Tree, Eucalyptus eða Lime.
Flott olía í innöndun eða í ilmolíu lampann.
Marjoram
Róaðu skynfærin með þessum flotta jurta ilmi. Marjoram hefur heitan og aðeins kryddaðan ilm, sem passar vel með Peppermint, Rosemary eða Lavender.
Hresstu upp á huga, líkama og sál með örfáum dropum í V-6 grunn olíu, sem þú nuddar á þreytt og viðkvæm svæði. Eða þér gæti líkað vel að setja nokkra dropa í sprey flösku, sem fyllt er með vatni, fyrir slakandi kodda/púða sprey.
Marjoram
Róaðu skynfærin með þessum flotta jurta ilmi. Marjoram hefur heitan og aðeins kryddaðan ilm, sem passar vel með Peppermint, Rosemary eða Lavender.
Hresstu upp á huga, líkama og sál með örfáum dropum í V-6 grunn olíu, sem þú nuddar á þreytt og viðkvæm svæði. Eða þér gæti líkað vel að setja nokkra dropa í sprey flösku, sem fyllt er með vatni, fyrir slakandi kodda/púða sprey.
Lemongrass
Þessi olía er eimuð úr laufi plöntunnar. Ilmandi sinfónía af björtum og ljúfum tónum, færir ferskan, hressandi og uppliftandi ilm fyrir skynfærin.
Blandaðu ögn í V-6 grunnolíuna fyrir slakandi dekur nudd, fullkomið fyrir ljúfa og endurnærandi stund, eftir langan og annasamann dag.
Hafðu glas í töskunni þinni, eða vasanum, til að grípa í og lykta uppúr, hvenær sem þörf er á hressingu eða smá auka orku.
Lemongrass hefur löngum verið notuð í húðvörur, hentar því vel í líkams krem, sem svolítið auka búst.
Hressandi og upplyftandi olía með gott jafnvægi, frábær til að grípa í hvenær sem er, eða í ilmolíu lampann.
- Hress og ferskur ilmur
- Gott jafnvægi með ljúfum tón
- Skrepa einbeitingu og skýrleika
Lavender
Finndu gleði staðinn þinn, með þessari ljúfu og sætu olíu, sem eimuð er úr blómtoppum smávaxna Lavender runnans.
Lavender er af mintu ættinni, þekkt fyrir að róa líkama, huga og sál.
Þessi fallega planta hefur stundum verið kölluð bláa gullið, með sínum ljúfa blóma og jurta ilm, sem hjá Rómverjum til forna var hluti af bað seremóníum.
Lavender er talin styðja góðan svefn. René-Maurice Gattefóssé, franskur efnafræðingur og faðir nútíma Aróma therapíu, er sagður hafa uppgötvað róandi og frískandi eiginleika Lavender, þegar olían hjálpaði við að græða brunasár.
- Slakandi og upplyftandi ilmur
- Fullkomin í bað og fyrir svefn
- Frábær í ilmolíu lampann og á húðina
Lady Sclareol
Finndu innblástur með þessum hressandi og lifandi blómailm, settum saman úr: Ylang Ylang, Coriander, Orange, Clary Sage, Bergamot, Sandalwood, Spanish Sage, Jasmine, Idaho Tansy, Geranium og Vetiver.
Afhjúpaðu mjúka og nærða húð, með því að setja örfáa dropa í líkams kremið þitt, líkams olíuna þína eða í handsápuna þína. Settu ögn á hálsinn þinn fyrir ljúfan og tælandi ilm er fylgir þér allan daginn.
Fer sérlega vel með Joy, Harmony eða Awaken olíunum.
bottom of page