Hvað er markþjálfun ?
Skilgreining International Coach Federation (ICF)
Markþjálfun er marksækið, árangursmiðað og kerfisbundið ferli þar sem einn einstaklingur auðveldar öðrum einstaklingi eða hópi að öðlast varanlega breytingu með því að hlúa að sjálfmiðuðu námi og persónulegum vexti þess sem er í þjálfun. Markþjálfun er viðvarandi samband sem miðar að því að marksækjandi taki skref sem gera framtíðarsýn, markmið og óskir hans að veruleika.
Markþjálfi notar ferli spurninga og persónulegra uppgötvana til að efla vitund og ábyrgð marksækjandans. Hann veitir honum jafnframt aðferðir, stuðning og endurgjöf. Markþjálfunarferlið hjálpar marksækjandanum bæði að skilgreina og ná faglegum og persónulegum markmiðum hraðar og auðveldar en annars væri mögulegt.
Heimild: International Coach Federation.
PERSÓNULEG REYNSLA
Fyrir mér persónulega, er markþjálfun verkfæri sem hjálpar mér að finna og tengjast, á nýjan og öflugan máta, við minn eigin innri kjarna, þann kjarna er tengist innsæinu, þann kjarna er ber í sér leiðina mína í lífinu, þá leið sem ekki er alltaf sýnileg að fullu, en togar þó maður stundum átti sig ekki, í hinu daglega amstri, hvað það er sem togar.
Í gegnum markþjálfunar samtöl, hef ég séð í gegnum eigin meinlokur, náð að greiða úr flækjum hugans og öðlast skýrari sýn á, hvað það er, sem skiptir máli að vinna að, hvernig ég ætla að vinna að því og það sem ekki er síður mikilvægt, í gegnum markþjálfunina, hef ég fundið svo öflugan hvata til að halda áfram, hvata sem gefur mér svo öfluga orku til að vinna að því sem ég vil vinna að, hvort heldur það eru veraldleg verkefni, eða eitthvað sem ég þarf að vinna að með sjálfa mig og mína innri tilveru.
Fyrir hvað ?
Markþjálfunar tæknin er í sjálfu sér einföld tækni, þó með mörgum litbrigðum og tónum, hana má nýta í hverju sem er, t.d þegar ætlunin er að taka til í lífinu eða lífsstílnum á einhvern máta. Þegar lífið hendir í mann snúnum verkefnum, er krefjast úrlausnar. Þegar tilfinningar taka rússíbana og nauðsynlegt er að greiða úr. Þegar maður er pirraður og áttar sig ekki á af hverju. Þegar þú ert orðin þreytt á því, að draumarnir þínir eru alltaf einhvers staðar utan seilingar og þú vilt ekki bíða lengur, heldur láta þá verða að veruleika.
Sjálf hef ég mikla persónulega reynslu af því að umturna eigin lífi, taka U beygju svona um miðbik æviskeiðsins, þá reynslu hef ég nýtt í minni vinnu með markþjálfun, með góðum árangri.
- Ert þú kona á krossgötum í lífinu ?
- Er tilveran þín komin í þrot ?
- Ert þú óviss með næstu skref ?
- Er hugurinn í flækju ?
- Stendur þú á nýjum óttablöndnum stað í tilverunni ?
- Viltu hætta að bíða eftir því að þínir draumar rætist ?
Ef eitthvað af þessu er þín staða, þá gæti Markþjálfun hjálpað þér, að greiða úr flækjum, ná skýrari sýn og setja niður fyrir þér, hvað, hvert og hvernig, þá gæti Markþjálfun hjálpað þér að finna hvatann, orkuna til að takast á við verkefnin þín, hver sem þau eru.
TÍMAR
Þar sem hér er um að ræða mjög persónulega vinnu, þá er misjafnt hver þörfin er, hjá hverjum og einum, ekki er því hægt að setja eina ákveðna formúlu fyrir alla, en til að ná góðum árangri, þá mæli ég með því að gera ráð fyrir að lágmarki 3 samtölum með viku millibili.
Samtölin fara fram með fjarfundarbúnaðinum Zoom.
Hafirðu einhverjar spurningar, ekki þá hika við að hafa samband hér: hidnyjalif@gmail.com
Tíma bókarðu með tölvupósti eða skilaboðum á facebook síðu Hið Nýja Líf
Ég hlakka til að vinna með þér, að því að auka þína vellíðan, lífsgæði og gleði.
Sigga Helgad.
Markþjálfi og
Heilsu og Lithimnufræðingur