top of page

Afhverju hreinar olíur?

 
 
 
Gary Young stofnandi Young Living var mikill frumkvöðull og var óþreytandi við að leita upplýsinga, ferðast um heiminn, skoða fornmynjar og hvernig forfeður okkar nýttu sér snilld móður náttúru. Í dag fjölgar þeim stöðugt sem finna og upplifa þessa snilld. Hreinar ilmkjarnaolíur eru ekki á hverju strái, mjög gjarnan er ilm og lyktarlausum efnum bætt við, enda gefa reglugerðir færi á því, þar sem merkja má vöru organic, þrátt fyrir að búið sé að blanda hana. Sýn Gary var mjög skýr, hann vildi meina að ekki væri hægt að fullyrða að vara væri lífræn, ef fræið væri ekki lífrænt. Sú sýn lifir með fyrirtækinu og er hvergi gefið eftir í þeim efnum. Young Living fyrirtækið er eina stóra fyrirtækið í Ilmolíu geiranum sem á sína eigin búgarða, eða er með beina samninga við bændur, búgarðarnir eru um allan heim, þar sem hver planta er, að sjálfsögðu ræktuð við sínar kjöraðstæður, því öflugri planta, því öflugri olía. Young Living hefur því allt framleiðsluferlið á sínum snærum, alla leið frá fræi til flösku. Hreinar ilmkjarnaolíur er kjarni jurtarinnar, þ.e safi sem kemur frá jurtinni við eymingu, þetta er því mjög samanþjappað efni, af því þarf því mjög lítið, einn dropi gerir heilmikið, sem dæmi þá er einn dropi stundum of mikið, þegar við notum olíur í bragðefnalínunni í matargerð, stundum notar maður tannstöngul til að dýfa í olíuna og hræra svo útí matinn. Vöruflokkum hjá Young Living hefur fjölgað mikið síðustu ár, í dag er hægt að fá allar hreinlætisvörur fyrir húð og hár, fyrir heimilið, snyrtivörur, bætiefni, hérna er ungbarnalína, olíur fyrir gæludýrin, Ilmkjarnaolíu lampar og ýmislegt fleira, enda telur vörulistinn yfir 600 vörur Hér erum við því með flotta alhliða heilsu verslun á netinu, verslun þar sem eingöngu eru vörur án óæskilegra efna, unnar með velferð móður jarðar og mannkyns að leiðarljósi. Þegar við notum hreinar Ilmkjarnaolíur, förum við eftir nokkrum megin reglum: - við notum ekki plast ílát undir oíurnar okkar, ekki heldur þegar við notum þær í drykk eða mat, venjulegt plast hefur tilhneigingu til að losa óæskileg efni útí drykk/mat, olíurnar auka líkur á þessháttar losun. - Ef okkur svíður undan olíu eða hún berst í augu, þá notum við aldrei vatn, vatnið þrýstir olíunni dýpra inní vefinn og eykur sviða, við notum hreina olíu/fitu, V-6 grunnolían er hrein og mjög góð, einnig má notast við aðra hreina jurtaolíu, t.d. kókosolíu. Ef ekkert annað er við hendina, þá má notast við matarolíu. Fyrir augu er gott að setja olíu í bómullarskífu og strjúka yfir augað. - Sítrus olíur, t.d Orange, Lemon, Bergamot, Lime og Tangerine gera húðina ljósnæma, ef við erum að nota þær á húð, er betra að dvelja ekki lengi, með húðsvæðið bert, í sól, næsta 1-1 ½ sólarhringinn, annars geta myndast brúnir blettir í húðinni, sem fara ekki fyrr en nýjar húðfrumur hafa myndast. - Við förum alltaf varlega með olíurnar í kringum börn, þótt þær séu náttúrulegar, þá ber að fara að gát við notkun þeirra og hafa upplýsingar um hvernig, hversu mikið oþh. - SKILJUM OLÍURNAR EKKI EFTIR ÞAR SEM BÖRN NÁ TIL -
d10798a9-04f9-ba3c-158b-ee0736238068_edited.png
176183937_1941805422643945_8545564538995866587_n.jpeg
bottom of page