top of page

Lýsing á þjónustu

90 mín. Slakandi Ilmkjarnaolíu meðferð á iljum og baki. Dásamleg meðferð fyrir þreyttan skrokk og stoðkerfi sem er undir álagi. Regndropameðferðin er ljúf og notaleg meðferð á iljum og baki. Þetta meðferðarform hentar vel fyrir alla, þá ekki síður þá sem eru sérlega viðkvæmir, þar sem notast er við léttar strokur, ásamt öflugum Ilmkjarnaolíum, er styðja djúpa virkni meðferðarinnar. 
Í Regndropameðferð er notast við:

Vitaflex á iljum - léttur taktfastur þrýstingur á hryggsvæði iljar. Tog í fætur Léttar strokur á baki Nett hringtog á baki Ögn er hrist uppí bakinu Kúputog, að því gefnu að hálsinn sé í lagi Heitan bakstur Tíbetskálar/tónheilun

 

Ilmkjarnolíurnar sem notaðar eru í Regndropameðferðinni eru:

Valor Oregano

Timian Basilika

Wintergreen

Marjoram

Cypress

Piparminta

Í sumum tilfellum er auka kjarnaolíu bætt við, eftir þörfum þyggjandans. Saman gefur létt og ljúf nálgunin, ásamt hágæða Ilmkjarnaolíunum, tækifæri til djúprar og endurnærandi slökunar, fyrir líkama og sál. 
Tog í fætur og höfuð, kallar gjarnan fram góðan létti í kroppnum, olíurnar kalla fram hlýja, notalega og létta tilfinningu í baki, heiti baksturinn dýpkar svo alla þá vinnslu sem fer af stað.
Eftir Regndropameðferð er mælt með að þvo ekki olíurnar af, fyrir en eftir c.a sólarhring, gefa þeim rými til frekari vinnslu. 

Regndropameðferð er einstaklega milt og á sama tíma öflugt meðferðarform, sem er sérlega vel til þess fallið að færa líkama og sál, frá streitu til slökunar.

Einungis er notast við hágæða Ilmkjarnaolíur frá Young Living.

Gjafabréf Regndropameðferð 90 mín.

22.600krPrice
    bottom of page