top of page

Lýsing á þjónustu

90 mín. tímar

 

Hér er á ferðinni heilunaraðferð, sem á rætur sínar að rekja til forn Egypta, notaðar eru 13 Ilmkjarnaolíu blöndur, með það að markmiði að losa um innri fyrirstöður, jafna orku orkustövanna og efla hina innri vitund. Allar götur frá árinu 2012 hef ég unnið með Orkustöðvarnar, en í námi mínu í Heilsumeistaraskóla Íslands var dágóður kúrs um þær og töluverð sjálfs vinna með þær. 
Síðar lærði ég svo þessa aðferð, þar sem unnið er með Orkustöðvarnar með Ilmkjarnaolíunum góðu ásamt Heilun.

Á bakvið þessa meðferð og falleg saga, sem fær að fljóta hér með, svona í megin atriðum. Gary Young, stofnandi Young Living fór til Egyptalands, en hann ferðaðist mikið um heiminn í leit að upplýsingum um notkun manna á Ilmkjarnaolíum til forna. 
Þar sem hann var að skoða hof Ísis fékk vörður í hofinu, hann til að koma með sér afsíðis, Gary var hikandi í fyrstu, ekki viss hvort þarna væri eitthvað svindl á ferðinni, en vörðurinn fylgdi Gary inní heilagt rými í hofinu, rými sem ekki var opið almenningi. 
Á veggjum voru áletranir og tók Gary myndband af þessum áletrunum, síðar fékk hann fróðan mann til að skoða þetta með sér, þarna voru þá komnar lýsingar á ævafornri meðferð til að hreinsa líkama og sál. 

Þessi meðferð hófst á því að þyggjandi fór í bað í steinkari á þaki hofsins, með ilmkjarnaolíum, því næst fékk þyggjandi smurningu með Ilmkjarnaolíum á altari í hofinu, í 3 sólarhringa, á þessum tíma mátti þyggjandi einungis drekka vatn. Þessi meðferð endaði svo í steinkarinu á þakinu við sólar upprás. Viðkomandi átti að þessu loknu að stíga uppúr karinu sem ný manneskja.

Uppúr þessu setti Gary Young saman olíu blöndur, sem kallaðar eru Tilfinningaolíur, úthugsaðar og fallegar blöndur er styðja ýmiskonar úrvinnslu og eru til þess fallnar að efla innra jafnvægi. 
Þessar blöndur og nokkrar að auki eru notaðar í Orkustöðva heiluninni. Olíurnar 13 sem notaðar eru í Orkustöðva heilun eru: Valor Harmony 3 Wise men Present time Inner Child Release Dream Chatcher Forgivenss Melissa Joy Sara White Angelica Grounding Hér er á ferðinni einstakelga ljúf og djúp innri vinna, sem er einstök upplifun fyrir hvern og einn. 

Gjafabréf Orkustöðva heilun með IImkjarnaolíum 90 mín.

24.750krPrice
    bottom of page