top of page

60mín.

Himneskt fótanudd, upp að hnjám. Slakandi og róandi meðferð, með dásamlegum Ilmkjarnaolíum. Vinnur djúpt inná innri vellíðan og jafnvægi. Fótasælan er einstaklega slakandi og endurnærandi meðferðarform, sem hentar mjög vel fyrir alla sem þurfa að losa um streitu og stress. Þessi meðferð vinnur einnig djúpt inná innri kerfi líkamans, þar sem unnið er með punkta í iljum, er tengjast innri kerfunum. Ilmkjarnaolíurnar dýpka virkni punkta meðhöndlunarinnar enn frekar, hér er því um að ræða, einstakt dásemdar dekur, er eflir vellíðan og innri kyrrð.Í Himneskri Fótasælu er notast við: Valor balance Tog í fætur Léttar strokur upp að hnjám Liðkun á ökkla Léttann þrýsting á punkta í iljum Heilun Ilmkjarnaolíurnar sem notast er við í Himneskri Fótasælu eru: Lavender Rosemary Endo Flex Breath again ?? JuvaCleanse Aroma Life Purification DiGize Lemongrass Lady Sclareol, fyrir hana Mister, fyrir hann Samspil léttrar og ljúfrar nálgunar, við hágæða Ilmkjarnaolíurnar, gefa einstakt tækifæri til djúprar og endurnærandi slökunar og innri kyrrðar. Valor balance í upphafi meðferðar, er vel til þess fallin að kyrra hina innri orku, setja tóninn fyrir ljúfa og notalega stund. Togið í fæturnar losar gjarnan um spennu í fótum og oft á tíðum, alveg uppí mjaðmir og bak, styður þar með enn frekar við góða slökun og vellíðan. Þegar meðferðar þegi hefur náð góðri slökun, eftir léttar strokur upp að hnjám og liðkun á ökklum, næst djúp vinnsla með punktana í iljunum, þessa punkta er tengjast inná innri líffæri og líffærakerfi, sú vinnsla er þríþætt, léttur þrýstingur með ilmkjarnaolíum, ásamt heilun inná hvern punkt.Himnesk Fótasæla er einstaklega milt meðferðarform, vel til þess fallið að gefa djúpa og endurnærandi slökun, fyrir líkama og sál.Einungis er notast við hágæða Ilmkjarnaolíur frá Young Living.

Gjafabréf Himnesk Fótasæla 60 mín.

15.100krPrice
    bottom of page