top of page

60 mín Einstaklega slakandi stund í góðri orku, með Ilmkjarnaolíum eftir þörfum hvers og eins. Það verður að segjast eins og er að mér finnst alltaf erfitt að útskýra hvað heilun er, eða hvernig hún virkar, ástæðan er sú að uplifunin er svo misjöfn, það liggur við að megi segja, að engir tveir upplifi heilun á sama hátt, þú getur jafnvel komið í 3 tíma og upplifað þá alla á mismunandi hátt. Ástæðan er sú að þú ert alltaf á mismunandi stað, í sjálfri/sjálfum þér. 
Í heilun getur þú upplifað: Hita straum Kulda hroll Verk í álagssvæði Létti Tilfinningar Slökun
 Hér er rétt stikað á því helsta sem fólk upplifir í heilun, en í heilun á sér stað ákveðið orkuflæði, er stuðlar að því að færa orku þyggjandans til jafnvægis. 
Heilun er einnig til í mismunandi formum, með mismunandi nálgun og útgangspunktum. Fyrsta heilunar námskeiðið fór ég á árið 2001, það ár tók ég Reiki 1 og Reiki 2, í framhaldi af því fór ýmislegt af stað hjá mér persónulega og vaknaði þorsti í að læra meira og meira, því hef ég bætt við mig í gegnum tíðina nokkrum fleiri aðferðum, í dag notast ég svo við samkrull af þessu öllu, eins og hentar hverjum og einum. 
Þær heilunar aðferðir sem ég hef lært: Reiki 1 og Reiki 2 Orion heilun OPJ Body Harmony Tilfinninga heilun Orkustöðva heilun Í heiluninni er gjarnan notast við Ilmkjarnaolíur, þá valdar eftir þörfum hvers og eins, en þær hjálpa gjarnan við að opna það sem þarf að vinna með, ásamt því að styðja við losun á því sem truflar orku þyggjandans. 


 

Gjafabréf Heilun 60 mín.

15.100krPrice
    bottom of page